Skip to content
Bjarni Rúnar Einarsson edited this page Aug 11, 2016 · 12 revisions

(ASS = FAQ in Icelandic ;-) ...)

Hér er uppkast að ASS (Algengar Spurningar og Svör) fyrir notkun íslensku Píratanna wasa2il. Væntanlega verður þessi texti fluttur í betra heimili þegar fram líða stundir.

Hráefni

Þarf ekki að staðfesta kosningarnar og af hverju ekki?

Ég er ekki skráð/ur í kosningakerfið, er ég þá ekki með kosningarétt?

Hvers vegna birtast ekki allir frambjóðendur?

Þegar ég er búin/nn að skrá mig inn í kosningakerfið, hvert fer ég þá til að kjósa?

Get ég fylgst með kosningum á meðan á þeim standa?

Get ég breytt kjörseðlinum mínum?

Hvað gerist ef ég eyði einhverjum út af kjörseðlinum og bæti inn á aftur?

Hvar lenda þeir á kosningaseðilinum sem ég kýs ekki?

hvað ef maður gleymir notendanafinu sínu?

Er hægt að endurstilla lykilorð og komast þannig inn í kerfið?

Geta aðrir séð hvað ég kýs?

Hverjir hafa aðgang að kerfinu?

Vantar alveg 1-2 setningar á mannamáli hvernig á að velja - er hámarks- eða lágmarksfjöldi sem má velja - skiptir röðunin máli, etc. svona fyrir fólkið sem lætur sér ekki detta í hug að smella á "upplýsingar" og skilur orðin "Schulze, Ordered list"

Ég veit að þetta er ekki einu sinni nálægt því að standast nein ströng fræðileg viðmið varðandi rafrænar kosningar, og það væri bæði heiðarlegt og traustvekjandi að vera hreinskilin um það hvernig þetta kosningakerfi balanserar: Þægindi, Sveigjanleika, Öryggi, Nafnleynd, Rekjanleika, etc. Hvar getur maður lesið sér til um hvernig farið er með atkvæðin í kerfinu, að hvað miklu leyti kosning er nafnlaus, hvernig kjörseðlar eru vistaðir á meðan á kosningu stendur, hvað gerist með kjörseðilinn þegar kosningu lýkur, etc. ??

  • Atkvæði eru nafngreinanleg í gagnagrunni þar til talning fer fram, til að hægt sé að breyta atkvæðinu og sýna notandanum það í viðmótinu. Við talningu er nafntengingin rofin og kjörseðlar fluttir úr virka grunninum (vistað í arkív) svo hægt sé að endurtelja ef þarf.

  • Kjörseðlar eru semsagt færslur í gagnagrunni meðan á kosningu stendur. Grunnurinn er ódulritaður á vélinni til að hægt sé að vinna með hann, en öryggisafrit eru dulrituð áður en þau fara út af vélinni.

  • Þetta er samanburðarkosning, svo maður raðar þeim sem maður vill í röð. Kerfið telur svo bara, þegar það er að raða fólki, hversu oft manneskju A er raðað fyrir ofan manneskju B, og hversu oft manneskju B er raðað fyrir ofan manneskju A, og fylgir svo meirihlutanum. Það skiptir t.d. engu máli hversu mörg sæti eru á milli. Allir sem þú raðar, hvort sem þeir eru efstir eða neðstir hjá þér, teljast sigra þá sem eru annaðhvort neðar en þeir, eða eru alveg óraðaðir. Svo síðasti maður sem þú raðar (þó það væri í 90. sæti) telst líka sigra alla sem þú raðar ekki. Svo ef það er einhver sem er þér sérstaklega ólystugur, þá er betra að sleppa því að raða þeim en að setja þá í neðsta raðaða sæti. Alveg eins, ef þú þekkir einhvern sérstaklega vel og vilt setja þá ofarlega, þá skemmir það ekki fyrir öðrum sem þú raðar ofarlega, nema akkúrat þegar verið er að bera þau saman við þann sem þú settir efst. (Andrés Helgi Valgarðsson)

Clone this wiki locally